Færsluflokkur: Dægurmál

Hlökkum til

Hjá okkur á Tjaldhólunum gengur vel Unndís Ýr á fullu í æfingum og í skólanum. Svo var henni boðið með vinkonu sinni á vinaæfingu í fótbolta og vill fá að prófa það líka. Hún er orðin mjög góð á blokkflautuna æfir á hverjum degi, en hún er einu sinni í viku í tónlistarskólanum. Við erum að koma á Ísafjörð í endaðan október en þá er vetrarfrí hjá Dísinni og er henni farið að hlakka mikið til að hitta vinkonurnar, veit að hún og Lára Sigrún voru að plotta eitthvað saman í símanum um hvað ætti að gera þegar þær hittast.

Loksins er nýja verksmiðjan komin í gagnið, förum kannski að sjá Unnstein meira. Hún var opnuð með glæsibrag í gær og svo var öllum starfsmönnum + mökum boðið í mat upp í Hellisheiðavirkjun og var það ekkert smá góður matur enda var kokkalandsliðið að elda. Það var þríréttað og var svo sem ekkert mikið á diskunum en vel skreytt og gott. Það sátu Ameríkanar með okkur til borðs þeir kölluðu þetta nú bara 3 x forrétt ég var nú sammála þeim hefði getað borðað miklu meira, en er fegin að maturinn var ekki meiri því annað hvort eru skáparnir á þessu heimili þannig gerðir að þeir minnki fötin eða þeir sem í þeim ganga hafi stækkað og er ég hrædd um að það síðara sé rétt. Nú er bara að taka sig á og var byrjað með stæl í morgun meðan Unndís var í ballett í 1 klst hljóp ég á brettinu og er ætlunin að gera það lágmark 5x í viku. Hafið það gott allir sem einn og hlakka ég mikið til að sjá ykkur.


Brjálað veður en logn í HNÍFSDAL

Hér var brjálað veður í gærkvöldi, annað eins úrhelli hef ég bara aldrei séð. Hljóp yfir til Lilju sem býr við hliðina sirka 10 skref og urðum við mæðgur hundvotar. Skilst að svona hafi þetta verið um allt land nema í HnífsdalWink Það var gott að búa í Hnífsdal bjó þar í 32 ár og er ég ánægð að það sé steinhætt að rigna og hvað þá að komi rok. Svo sagði mér kona þaðan að þar væri  alltaf logn og blíða, sólin færi ekki fyrr en 10 á kvöldin og líklega komin upp kl 7 að morgni. Þannig að nú hljóta Ísfirðingar að hópast á strendurnar í Hnífsdal. Já það verður sko mitt fyrsta verk að fara í Hnífsdal þegar ég kem vestur, viss um að ég fæ smá sólbaðsfíling  á sólpallinum hjá ónefndri Grinkonu.


Cirkus

Við mæðgur fórum í Cirkus í kvöld ásamt vinkonu Unndísar, alveg ótrúleg sýning bæði hjá fimleikafólki,trúðum og öðru hæfileikafólki. Þarna var ung stúlka að sýna 12 ára gömul frá Rússlandi og ég held ég verði að segja liðamótalaus, svo var ein ca 10 - 11 ára og sú var flink í loftfimleikum en það var eitt sem kom mér á óvart hún var í bikini mjög klæðalitlu og voru buxurnar G strengur. Unndís og Ingunn spurðu afhverju er hún bara með band um rassinn, það kom mér á óvart að þær vissu greinilega ekki af þessari tísku hélt að þær hefðu nú örugglega séð þetta einhvers staðar en greinilega ekki og nógur er tíminn. Það sagði mér ein mamman þarna að það væru til svona brækur á börn niður í 7 ára. Ég hefði ekki viljað að mín dóttir sýndi sig í G streng svona ung en sem betur fer fannst þeim þetta ekki töff. (kemur örugglega seinna). Annars er allt gott héðan Unndísi gengur mjög vel að aðlagast búin að eignast eina bestu vinkonu sem hún er nánast alltaf með. Hún þekkir samt margar fleiri og er ánægð í skólanum. Hún æfir fimleika 3x í viku og ballett 1x í viku. Og af okkur gamla settinu þá er Unnsteinn að vinna mjög mikið það er verið að koma nýju verksmiðjuni í gang svo við sjáum hann ekki mikið þessa dagana. Ég er ekki farin að vinna enn þá, en er farin að huga að því ef ég fæ eitthvað 1/2 daginn, vil vera heima þennan vetur þegar Unndís kemur heim úr skólanum, og líka meðan ég er í námi. Læt þetta duga í bili vona að þið hafið það sem allra best.

Allt komið í gang hér

Nú erum við mæðgur báðar í skóla og gengur það vel allavega hjá Unndísi en hún er mjög ánægð, byrjaði í fimleikum í dag og er hún þrisvar í viku. Tónlistarskólinn byrjar á morgun og er hún einu sinni í viku þar og fer kennslan fram í skólanum hennar og er á skólatíma. Eignast alltaf fleiri vinkonur en er samt mest með þeim sem hún kynntist fyrst. Hún var reyndar óvenju pirruð um helgina fór seint að sofa og vaknaði eldsnemma mín þarf lágmark 10 tíma svefn svo það er eins gott að halda því. Arey Rakel og Darri voru hér um helgina og svo komu foreldrar þeirra að ná í þau í gær og finnst mér alltaf svo tómlegt þegar þau fara. Unndís spurði af hverju við gætum ekki eignast fleiri börn svo hún gæti passað fyrir okkur og bætti svo við að hún yrði að fá kaup, hún hugsar mikið um peninga þessa dagana hvað eru háir vextir, hvað á hún mikið í banka, hvenær fær hún vinnu og kaup. Vona að hún hugsi svona þegar hún verður eldri. Ætlum að skreppa til Reykjavíkur á morgun og passa Areyju og Darra og verður það nú bara gaman. Svo er að hella sér út í lærdóminn bless í bili

Skólinn byrjaður

Jæja þá er skólinn byrjaður og sú stutta bara alsæl,Grin fórum á miðvd á fund með kennaranum hennar og sýndi hún okkur skólann og kynnti okkur fyrir þeim kennurum sem koma til með að kenna henni sérgreinar eins og textil, smíðar, matreiðslu og myndmennt. Á fimmtud var sjálf skólasetningin og þar hittum við skólastjórann en hann sagði að síðan skólinn var stofnaður árið 2004 væri búið að stækka hann um rúma 4000 þús fermetra og fjöldi nemenda hefði aukist um 300% þetta er opin skóli það eru engar stofur en skipt upp með  skilrúmum og nemendur eru frá 15 upp í 20 í hóp. Unndís var svo heppinn að vera með Ingunni vinkonu sinni sem er að flytjast hér í hverfið í hóp. Svo byrjaði skólinn í dag og það var virkilega spennt stelpa sem labbaði í skólann í morgun og finnst það frábært að búa í næstu götu við skólann. Núna er hún á landbúnaðarsýningu á Hellu með vinkonu og mömmu hennar. Hún er voða glöð að hafa ömmu Siggu hjá sér og ef hún fengi að ráða ætti amma hennar að flytja á Selfoss. Svo er það barnabarnið hún Arey Rakel mín hún fór á fund með sínum kennara í dag og er voða spennt að byrja í skóla og fá að læra eins og frænka hennar. En ég er búin að vera með í hálsinum og með hræðilegt kvef alla þessa viku ætla til doktors á mánud ef ég verð ekki orðin góð. Þorði ekki að fara til Rvík og heimsækja DarraFrown sem var að koma úr hálskirtlaaðgerð það yrði nú ekki gott ef hann smitaðist í þeim aðstæðum, en Arna Vigdís segir að hann sé að stiglagast greyið. Svo er það skólinn hjá mér að byrja á föstud í næstu viku og ég hlakka mikið til að hitta samnemendur Smilemína. Nóg í bili, eigið þið góðan tíma.

Gengur vel

Unndís Ýr er orðin vel sátt og búin að kynnast nokkrum stelpum sem búa hér í nágrenninu og svo einni sem er að flytja hér nálægt í febrúar. Hún ákvað að æfa fimleika og byrja æfingar 1 sept, þessa dagana er hún að æfa sig á dínu að standa á haus segist verða að kunna það þegar hún byrji. Ég er búin að sækja um fyrir hana í tónlistarskólanum hér og vonandi kemst hún að. Við skruppum í Reykjavík í gær og fundum loks borðstofuhúsgögn sem okkur líkar úr Tékk company gegnheil eik, var búin að leita um allan bæ fór í búð sem heitir EXO og sá alveg ágætis húsgögn sem hefðu hentað en reyndar var borðið spónlagt en flott samt, spurði um verðið og fékk áfall eitt borð 874 þús og stóll við 254 þús skenkurinn kostaði 700 þús. Ég hugsaði nú bara, frekar vil ég eyða þessum pening til að fara í frí með fjölsk en sagði við afgreiðslumanninn að þetta væri ekki alveg það sem ég væri að leita að á ekki von á að ég versli mikið þarna. Unndís er voða spennt núna amma Sigga er að koma og ætlar að stoppa í einhvern tíma hjá okkur og ætlar sú stutta að sýna henni allt á svæðinu þannig að við verðum örugglega mikið á rúntinum. Skólinn byrjar á fimmtd og er hún bæði spennt og kvíðinn en ég held hún klári sig alveg er frekar opin og á auðvelt með kynnast krökkum. Úti í Danmörku fór hún strax að leika við danskar stelpur eitt kvöldið sem við vorum úti og virtist það ekkert vera til travala þó að þær töluðu dönsku en hún íslensku bara notað bendingar og fingramál. Vona að þið hafið það gott fyrir vestan og Hvestukonur sakna ykkar mjög mikið.

Komin heim

Komin heim úr Dk, þetta var mjög gaman byrjuðum á að keyra yfir til Þýskalands og vorum þar hjá Hans Hermanni í 2 daga. Fengum mjög gott veður 28 gráðu hiti og smá sól fórum í garð sem heitir Safarí-park og fannst Unndísi þessi garður æfntýri líkast. Í þessum garði ganga dýrin um og er hægt að klappa þeim, en sums staðar mátti ekki einu sinni opna gluggana á bílnum enda vill maður kannski ekki fá ljón eða tígrisdýr inn í bíl. Þegar dýraskoðun var lokið enduðum við í tívolí og er Unndís ýr alveg tækjaóð (hefur það ekki frá mömmu sinni). Eftir 2 daga í Þýskalandi var farið til Danmerkur að heimsækja þær systur Þórey og Maríu og gaman að sjá hvað þeim líður vel þarna. Svo var farið í Legoland og er það ótrúlegt hvað hægt er að gera úr legokubbum, í Legolandi er líka tívolí og skelltum við okkur í fullt af tækjum. Heimferðinni seinkaði líkt og brottförinni biðum í 5 tíma á flugvellinum í Billund í staðin fyrir að koma kl 22 til Íslands komum við 7 um morguninn sem betur fer svaf daman allan tíman á flugvellinum og líka í vélinni. Set inn myndir í kvöld. Best að koma sér út í góða veðrið en hér er 20 st og sól.

Fúlar við flugfélagið

Já núna erum við fúl Angry brottför kl 7 að morgni þegur við bókum ferð vera komin á áfangastað kl 12 á hádegi en Iceland Express sendir sms í dag brottför seinkað verður kl 12 á hd og komin út kl 17 missum alveg hálfan dag. Ég bara spyr hvernig geta þeir leyft sér þetta???? Mér finnst þegar svona er eiga þeir að hringja í fólk og bjóða endurgreiðslu, en nóg um þetta.

Jóhanna Ó og fjölskylda komu í heimsókn, Unndís ýr var ekki heima þegar þau komu hún fór með Jóni og Kristjönu að skoða Gullfoss og Geysi og fannst það virkilega spennandi enda er henni umhugað um nátturuna, ef ég ætti að setja hana í  stjórnmálaflokk væri hún vinstri græn eða í flokki með Ómari Ragnarsyni (skil þetta ekki) En nóg í bili vona að það verði ekki meiri seinkun hjá okkur á fluginu. Verðum dugleg að taka myndir úti.


Skemmtilegur dagur

Það eru gestir hjá okkur í dag Jón Elías og Kristjana komu í gærkvöldi og var ákveðið að fara í dag á landsmótið í Þorlákshöfn í ekki allt of góðu veðri ekki nema 13 til 14 gráður, manni bregður við eftir hitann dagana á undan. Það var mjög gaman að koma og sjá hvað þeir í Þorlákshöfn eru með flotta aðstöðu og glænýja sundlaug. Þar hittum við slatta af fólki að vestan sem var ekki leiðinlegt. Á svæðinu voru hoppukastalar og fullt af sölutjöldum sem voru meðal annars að selja hummsu en það er pylsubrauð með humar og það var mjög gott. Við eigum örugglega eftir að prófa þessa flottu sundlaug sem er með stórri rennibraut, inni og útipottum, barnalaug og barnarennibrautum. Jón Elías og Kristjana fóru og fengu lánaðan hundinn hennar Hafdísar systir Kristjönu og er hann eiginlega of stór fyrir minn smekk. Tók nokkrar myndir af Unndísi með hann.

Spánn eða ????

Smile  Vá við Unndís, og Arna + börn vorum í Nauthólsvík og þvílíkur hiti. Unndís Ýr er auðvitað kaffibrún en ég eldrauð og brunninn, greinilega ekki góð vörnin frá Nivea var samt með no 30 svo það verður keypt önnur tegund strax á morgun. Við erum að fara til Billund á mánudaginn og ætlum að keyra þaðan til Þýskalands verðum fram á laugardag vonandi  fáum við jafngott veður og er hér á klakanum. EN ÉG GLEYMDI MYNDAVÉLINNI Í DAG Angry

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðrún Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
Er eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, nemi, stuðningsforeldri og húsmóðir eins og er. Síðan er aðallega fyrir minn þankagang
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband