28.7.2008 | 10:30
Byrjuð í fótboltaskóla
Við Unndís Ýr ákváðum að blogga og munum líka setja inn myndir öðru hverju. Það gengur ágætlega hjá henni að venjast nýjum stað er búin að kynnast einni vinkonu og vonandi bætast fleiri í hópinn. Unndís er komin í fótboltaskóla og gengur það vel eins er hún að byrja á fimleikanámskeiði svo þá fer hún að kynnast fleirum. Hún saknar vinkvennanna mjög mikið og talar mikið um Ísafjörð. En við erum duglegar að gera eitthvað saman út að hjóla(hér eru alveg frábærir hjólastígar og allt flatt eins og í Dk) fara í sund enda er hér alveg hreint frábær sundlaug og eins í kring á Hellu, Borg í Grímsnesi og fleiri stöðum. Veðrið hefur leikið við okkur en sjálfsagt þurfum við að venjast rigningum, það rignir víst frá enduðum ágúst fram í desember. Reyndar finnst henni eitt alveg frábært og það er að skólinn er í göngufæri ég get horft á hana út um eldhúsgluggann. Ætla láta þetta duga í bili set inn myndir vonandi í kvöld.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott síða hjá þér Unndís mín.Þú veður að vera dugleg að leyfa okkur að fylgjast með þér.
Rannsý (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 10:55
Gaman hvað ´þið eruð duglegar að fara í margt til að kynnast nýum vinum.
Halla (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 14:47
Hæ hæ-mæðgur .Til hamingju með síðuna ykkar .Það verður gaman að fá að fylgjast með ykkur á nýja staðnum .Bestu kveðjur úr fegursta dalnum .Bið að heilsa pabba þínum Unndís mín .Sigga Lúlla .
Sigga Lúlla (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 19:00
Takk fyrir kveðjurnar
Guðrún (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.