11.8.2008 | 12:19
Komin heim
Komin heim úr Dk, þetta var mjög gaman byrjuðum á að keyra yfir til Þýskalands og vorum þar hjá Hans Hermanni í 2 daga. Fengum mjög gott veður 28 gráðu hiti og smá sól fórum í garð sem heitir Safarí-park og fannst Unndísi þessi garður æfntýri líkast. Í þessum garði ganga dýrin um og er hægt að klappa þeim, en sums staðar mátti ekki einu sinni opna gluggana á bílnum enda vill maður kannski ekki fá ljón eða tígrisdýr inn í bíl. Þegar dýraskoðun var lokið enduðum við í tívolí og er Unndís ýr alveg tækjaóð (hefur það ekki frá mömmu sinni). Eftir 2 daga í Þýskalandi var farið til Danmerkur að heimsækja þær systur Þórey og Maríu og gaman að sjá hvað þeim líður vel þarna. Svo var farið í Legoland og er það ótrúlegt hvað hægt er að gera úr legokubbum, í Legolandi er líka tívolí og skelltum við okkur í fullt af tækjum. Heimferðinni seinkaði líkt og brottförinni biðum í 5 tíma á flugvellinum í Billund í staðin fyrir að koma kl 22 til Íslands komum við 7 um morguninn sem betur fer svaf daman allan tíman á flugvellinum og líka í vélinni. Set inn myndir í kvöld. Best að koma sér út í góða veðrið en hér er 20 st og sól.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
Athugasemdir
Flottar myndir frá utanlandsreisu.Mikið er Unndís að lengjast.
Söknum þín Guðrún mín
Kv. Rannsy Sigga og Emma á leið í helgarfrí
Hvestukellur (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 15:33
Það er aldeilis dugnaður í bloggurunum í Tjaldhólum. Gaman að lesa :)
Arna (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.