17.8.2008 | 13:05
Gengur vel
Unndís Ýr er orðin vel sátt og búin að kynnast nokkrum stelpum sem búa hér í nágrenninu og svo einni sem er að flytja hér nálægt í febrúar. Hún ákvað að æfa fimleika og byrja æfingar 1 sept, þessa dagana er hún að æfa sig á dínu að standa á haus segist verða að kunna það þegar hún byrji. Ég er búin að sækja um fyrir hana í tónlistarskólanum hér og vonandi kemst hún að. Við skruppum í Reykjavík í gær og fundum loks borðstofuhúsgögn sem okkur líkar úr Tékk company gegnheil eik, var búin að leita um allan bæ fór í búð sem heitir EXO og sá alveg ágætis húsgögn sem hefðu hentað en reyndar var borðið spónlagt en flott samt, spurði um verðið og fékk áfall eitt borð 874 þús og stóll við 254 þús skenkurinn kostaði 700 þús. Ég hugsaði nú bara, frekar vil ég eyða þessum pening til að fara í frí með fjölsk en sagði við afgreiðslumanninn að þetta væri ekki alveg það sem ég væri að leita að á ekki von á að ég versli mikið þarna. Unndís er voða spennt núna amma Sigga er að koma og ætlar að stoppa í einhvern tíma hjá okkur og ætlar sú stutta að sýna henni allt á svæðinu þannig að við verðum örugglega mikið á rúntinum. Skólinn byrjar á fimmtd og er hún bæði spennt og kvíðinn en ég held hún klári sig alveg er frekar opin og á auðvelt með kynnast krökkum. Úti í Danmörku fór hún strax að leika við danskar stelpur eitt kvöldið sem við vorum úti og virtist það ekkert vera til travala þó að þær töluðu dönsku en hún íslensku bara notað bendingar og fingramál. Vona að þið hafið það gott fyrir vestan og Hvestukonur sakna ykkar mjög mikið.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.