Skólinn byrjaður

Jæja þá er skólinn byrjaður og sú stutta bara alsæl,Grin fórum á miðvd á fund með kennaranum hennar og sýndi hún okkur skólann og kynnti okkur fyrir þeim kennurum sem koma til með að kenna henni sérgreinar eins og textil, smíðar, matreiðslu og myndmennt. Á fimmtud var sjálf skólasetningin og þar hittum við skólastjórann en hann sagði að síðan skólinn var stofnaður árið 2004 væri búið að stækka hann um rúma 4000 þús fermetra og fjöldi nemenda hefði aukist um 300% þetta er opin skóli það eru engar stofur en skipt upp með  skilrúmum og nemendur eru frá 15 upp í 20 í hóp. Unndís var svo heppinn að vera með Ingunni vinkonu sinni sem er að flytjast hér í hverfið í hóp. Svo byrjaði skólinn í dag og það var virkilega spennt stelpa sem labbaði í skólann í morgun og finnst það frábært að búa í næstu götu við skólann. Núna er hún á landbúnaðarsýningu á Hellu með vinkonu og mömmu hennar. Hún er voða glöð að hafa ömmu Siggu hjá sér og ef hún fengi að ráða ætti amma hennar að flytja á Selfoss. Svo er það barnabarnið hún Arey Rakel mín hún fór á fund með sínum kennara í dag og er voða spennt að byrja í skóla og fá að læra eins og frænka hennar. En ég er búin að vera með í hálsinum og með hræðilegt kvef alla þessa viku ætla til doktors á mánud ef ég verð ekki orðin góð. Þorði ekki að fara til Rvík og heimsækja DarraFrown sem var að koma úr hálskirtlaaðgerð það yrði nú ekki gott ef hann smitaðist í þeim aðstæðum, en Arna Vigdís segir að hann sé að stiglagast greyið. Svo er það skólinn hjá mér að byrja á föstud í næstu viku og ég hlakka mikið til að hitta samnemendur Smilemína. Nóg í bili, eigið þið góðan tíma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála skólasystir hlakka til að hitta þig og hin kv bekkjarsystir

Halla (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
Er eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, nemi, stuðningsforeldri og húsmóðir eins og er. Síðan er aðallega fyrir minn þankagang
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband