Mamma hvað er kreppa

Stórt er spurt og fátt um svör Unndís Ýr vill fá nákvæmar útskýringar á því. Hvað er kreppa ? Ég reyndi að skýra það þannig að við sem búum í þessu þjóðfélagi værum búin að eyða of miklu núna ættum við að spara. Ekki var spurt meira um kreppuna þann daginn. Næsta dag voru hún og Ingunn á fullu að skrifa eitthvað niður á blað, komu báðar til mín og og báðu mig að skrifa fyrir sig  í tölvunni og það yrði að vera mynd á henni og réttu mér blöðin sem þær voru búnar að skrifa á. Mínar konur voru búnar að semja auglýsingu, þær ætla að taka að sér dýrapössun og ekki var verðið hátt  100 kr 2 klst en 200 kr ef dýrið þarf að vera yfir nótt. Af hverju ætlið þið að gera þetta spyr ég og var því fljótt svarað það er kreppa og við ætlum að vinna okkur inn fyrir nammi en líka að gefa fátækum. Ef þeir Bjöggarnir og og aðrir bankaeigendur hugsuðu svona eða hefðu hugsað eitthvað í líkingu við þetta væri Ísland kannski ekki alveg svona illa statt. En þeir gerðu það ekki og margir sitja uppi með engan ævisparnaðinn meðan þessir herrar dingla sér í sinni snekkju og pössuðu vel að hafa hana í stíl við þotuna. En maður veit aldrei kannski selja þeir öll herlegheitin og gefa hinum efnaminni því jú krppan er að stórum hluta þeim að kenna ásamt þeim sem eftirlitið áttu að hafa. Nóg um þetta. Við fjölskyldan erum ekki bara fjölskylda heldur stuðningsfjölskylda, hann Jón Þór bróðursonur minn ætlar að vera með okkur eina helgi í mánuði og finnst Unndísi þetta orð stuðningsfjölskylda voða flott, var fljót að segja vinkonum sínum að núna værum við eiginlega 2 fjölskyldur. Læt þetta duga set inn myndir mjög bráðlega. Eigið góðar stundir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
Er eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, nemi, stuðningsforeldri og húsmóðir eins og er. Síðan er aðallega fyrir minn þankagang
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband