31.10.2008 | 15:13
Nýr kreppusöngur
Fékk þennan texta sendan njótið vel
Gæinn sem geymir aurinn minn
Ég finn það gegnum netið
að ég kemst ekki inn
á bankareikninginn,
en ég veit að það er gæi
sem geymir aurinn minn,
sem gætir alls míns fjár,
og er svo fjandi klár,
kann fjármál upp á hár,
býður hæstu vextina,
og jólagjöf hvert ár.
Ég veit hann axlar ábyrgð,
en vælir ekki neitt,
fær þess vegna vel greitt,
hendur hans svo hvítþvegnar
og hárið aftursleikt.
Þó segi í blöðunum
frá bankagjaldþrotum
hann fullvissar mig um:
Það er engin áhætta
í markaðssjóðunum.
Ég veit að þessi gæi
er vel að sér og vís;
í skattaparadís
á hann eflaust fúlgur fjár,
ef hann kemst á hálan ís.
Því oftast er það sá,
sem minnstan pening á,
sem skuldin endar hjá.
Fáir slökkva eldana,
sem fyrstir kveikja þá.
Fin.
Október 2008.
Fyrir þá sem ekki kvekja á laginu við þennann texta þá er það "Konan sem kyndir ofninn minn" - eftir Davíð Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Meistaravellir munu gjörbreytast
- Áreitti ungar stúlkur og beraði kynfæri sín
- Viðsnúningur í rekstri þjóðkirkjunnar
- Dæmdur fyrir vændiskaup og samræði með 14 ára stúlku
- Steinþór nýr sviðsstjóri
- Skjálftar frá Kleifarvatni hrella suðvesturhornið
- Afnema samsköttun: Segir fjölskyldum refsað
- Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra Alþingis
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.