5.1.2009 | 12:55
Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna
Jæja þá er það gamla búið að kveðja og nýtt ár tekur við. Eins og flestir vita voru miklar breytingar á nýliðnu ári hjá okkur. Það er stórt skref að flytja frá stað sem við höfum búið á alla okkar ævi. Mesta breytingin hjá mér var að hætta í vinnu sem ég hafði verið viðloðandi í 10 ár og má segja að ég sakni hennar pínu ennþá, en vonandi fæ ég vinnu hér með vorinu. Sótti um atvinnuleysisbætur fyrir jól og eru það fyrstu opinberar bætur sem ég hef sótt um, finnst eins og ég sé að segja mig á sveitina eins og sagt var hér áður og fyrr. Við skruppum vestur 18 des í útskriftarveislu hjá tengdadótturinni en hún útskrifaðist bæði sem stúdent og sjúkraliði. Unndís var svo spennt að hitta vinkonur sínar og urðu miklir fagnaðarfundir í Hamraborg er hún hitti Ínu Guðrúnu og var haldið af stað og hitt hinn helminginn af Ínu systur hennar Jóhönnu Ósk en þær eru búnar að þekkjast síðan þær voru rúmlega 8 mánaða og vonandi haldast þessi tengsl þó langt sé á milli, svo fékk hún að gista hjá Láru Sigrúnu og var sú stutta ekki sátt að þurfa drífa sig heim strax þann 20 des. Þegar við komum suður ákváðum við að fara með Unndísi á læknavaktina og kom í ljós að hún var með mikla sýkingu í enni og kinnholum en hún var búin að vera hálflasin í margar vikur samt var búið að fara með hana 2x til læknis áður. Jólin voru fín hér á Selfossi og var amma Sigga hjá okkur en samt skrítið að hitta ekki mömmu, Erlu og co yfir hátíðarnar. En á jóladag var soðið hangikjöt að hætti mömmu og kaffiboð á eftir þá kom Arna og fjölskylda og Jói og fjölskylda ásamt fleiri ættingjum sem búa á Selfossi. Áramótin voru róleg og góð, okkur var boðið til Jóa og Pöllu á gamlárskvöld en völdum að vera heima fyrstu áramótin. Unndís Ýr var má segja spenntari á gamlársdag en á aðfangadag alveg sprengjuóð stelpan. Það var mikið sprengt hér á Selfossi en ég saknaði að sjá ekki bátablysin reddum þeim næst. Laufey og Ásgerður komu eftir skaupið til að skjóta upp með okkur og var svo setið á spjalli fram undir 3 og auðvitað var skálað í kampavíni. Skaupið fannst okkur skemmtilegt. Set in myndir í síðasta lagi á morgun. Lifið heil
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.