15.1.2009 | 08:18
Hvar er forsetinn
Nú er þjóðin í miklum þrengingum, fólk að missa allt sitt og margir búa við mjög slæman efnahag.Því spyr ég hvar er sá sem á að vera sameiningartákn þjóðarinnar hann sést hvergi, jú hann kom og hélt áramótaávarp sem var hvorki fugl né fiskur. Er hann kannski í siglingu með ónefndum aðila/aðilum? Nógu andskoti gekk mikið á þegar átti að setja lög um fjölmiðla þá létu hann og Ingibjörg Sólrún aldeilis ljós sitt skína. Það var ekki í þágu þjóðarinnar það er vissulega komið í ljós. Af hverju segir þessi maður ekki af sér? Undirrituð er stolt að geta sagt, ekki kaus ég þennan mann. Hann er búin að lifa glamúrlífi á kostnað hverra líklega okkar sem borgum skatta og skyldur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Andlát: Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðingur
- Börn hafi engan rétt á leikskólakennslu
- Allt bílaplanið komið undir hraun
- Bændur fái einn milljarð í styrk
- Botnlaus græðgi fjármálakerfisins á sér engin takmörk
- Hluti bílastæðis undir hraun: Ómögulegt að meta tjón
- Myndskeið: Stórbrotið útsýni af flugbrautinni
- Maskína: Framsókn í fallbaráttu
- Myndir: Hraunið komið inn á bílaplan Bláa lónsins
- Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn
Athugasemdir
Hvar er Geir ? hvar er Ingibjörg ? hvar er Árni Matt ? hvar er Össur ? hvae er Davíð ?
Forsetinn hefur staðið sig ágætlega. Það eru hinsvegar stjórnmálamenn sem gjersamlega hafa brugðist, bæði hvað varðar hæfni og upplýsingamiðlun.
hilmar jónsson, 15.1.2009 kl. 08:36
Jú það væri ágætt ef hann leggði orð í belg varðandi öll mótmælin og deilurnar sem tröllríða þjóðfélaginu. Ætli ýmsir aðrir þjóðhöfðingjar hefðu ekki gert eitthvað slíkt í hans sporum?
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 05:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.