Hvað ætti maður að kjósa ef kosið yrði í vor

Hvað ætti maður að kjósa ég bara hreinlega get ekki svarað. Áður gat ég svarað og var fljót að því en ekki í dag. Vildi stundum að lífið væri svart og hvítt eins og það var einhverntíma þá stóð okkur til boða kapitalisma eða sósaílisma og það var virkilegur skoðanamunur. En í dag D - ið til hægri vill einkavæða allt, ja  erum búin að sjá að það gekk ekki. Vinstri grænir finnst þeir eiginlega með til að vera á móti en samt aðeins til vinstri, ef það kæmu góðar tillögur frá þeim en ekki bara mótmæli mætti skoða þá. Svo er Samfylking já hvar er hún á að vera inn á miðju en er það ekki. Hún er komin langt inn á hægri vænginn. Svo segja sumir Framsókn er orðin flottur flokkur en er hann það ? Líst reyndar vel á formanninn en gæti ekki hugsað mér að kjósa flokk sem hefur Bankagerði innan borðs þeir þurfa að hreinsa betur til og nr 1 að viðurkenna að þeir sátu í stjórn og hjálpuðu til við að leyfa þessum  Devil að setja okkur á hausinn. Já þeir skrifuðu upp á það. Eins og allir vita og sumir hafa komist að ef maður skrifar upp á víxil þá er maður í raun að samþykkja að borga reikninginn ef greiðandi stendur ekki í skilum. Á ég að fara út og mótmæla það þýðir ekki, það hlustar engin og ég sé mig ekki í anda kasta eggjum eða öðru matarkyns ég er að spara svo ekki fer ég að henda matnum svo er ég á móti ofbeldi það á ekki rétt á sér og held að það sé engin ávinningur af því heldur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er góð spurning og ég er hreint ekki viss um að mótmælendur viti það allir. Ég er með mitt á hreinu og held mig við Samfylkinguna. En það eru trúlega margir í þeirri stöðu að vita ekki sitt rjúkandi ráð þessa dagana. Samfylkingin líður auðvitað fyrir stjórnarsamstarfið og lítur út sem meira til hægri, en ég held að hún muni rétta sig af þegar því samstarfi líkur og leita meira inn á miðjuna og aðeins til vinstri. Hún er jú miðjuflokkur eins og ég skil hana

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2009 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
Er eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, nemi, stuðningsforeldri og húsmóðir eins og er. Síðan er aðallega fyrir minn þankagang
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband