Hlökkum til

Hjá okkur á Tjaldhólunum gengur vel Unndís Ýr á fullu í æfingum og í skólanum. Svo var henni boðið með vinkonu sinni á vinaæfingu í fótbolta og vill fá að prófa það líka. Hún er orðin mjög góð á blokkflautuna æfir á hverjum degi, en hún er einu sinni í viku í tónlistarskólanum. Við erum að koma á Ísafjörð í endaðan október en þá er vetrarfrí hjá Dísinni og er henni farið að hlakka mikið til að hitta vinkonurnar, veit að hún og Lára Sigrún voru að plotta eitthvað saman í símanum um hvað ætti að gera þegar þær hittast.

Loksins er nýja verksmiðjan komin í gagnið, förum kannski að sjá Unnstein meira. Hún var opnuð með glæsibrag í gær og svo var öllum starfsmönnum + mökum boðið í mat upp í Hellisheiðavirkjun og var það ekkert smá góður matur enda var kokkalandsliðið að elda. Það var þríréttað og var svo sem ekkert mikið á diskunum en vel skreytt og gott. Það sátu Ameríkanar með okkur til borðs þeir kölluðu þetta nú bara 3 x forrétt ég var nú sammála þeim hefði getað borðað miklu meira, en er fegin að maturinn var ekki meiri því annað hvort eru skáparnir á þessu heimili þannig gerðir að þeir minnki fötin eða þeir sem í þeim ganga hafi stækkað og er ég hrædd um að það síðara sé rétt. Nú er bara að taka sig á og var byrjað með stæl í morgun meðan Unndís var í ballett í 1 klst hljóp ég á brettinu og er ætlunin að gera það lágmark 5x í viku. Hafið það gott allir sem einn og hlakka ég mikið til að sjá ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
Er eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, nemi, stuðningsforeldri og húsmóðir eins og er. Síðan er aðallega fyrir minn þankagang
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband