Gaman

Unndís Ýr hefur haft í nógu að snúast, er reyndar búin að vera meira og minna í pössun síðustu 3 daga því það var lota hjá mér í skólanum og ákvað ég að gista hjá Örnu og co. Hún sagði við mig þegar ég sagði henni að ég ætlaði að gista í Reykjavík mamma hvernig getur þú farið frá barninu þínu Errm? Mín greinilega góðu vön mamman alltaf heima og henni finnst að hún eigi að vera það. Það var nú samt mjög gaman hjá henni fyrst í pössun hjá vinkonu sinni og svo í morgun fór hún til Laufeyjar og Ásgerðar Jing og þar var heilmikið gert, fyrst farið í ballett svo að safna fyrir Rauða krossinn en það var göngum til góðs dagurinn og gekk þeim vel þrátt fyrir alla kreppu. Í Reykjavík hitti ég vinkonur hennar frá Ísafirði þær Ínu Guðrúnu Og Jóhönnu Ósk sem spurðu strax hvenær kemur Unndís á Ísafjörð og urðu þær glaðar að heyra að það færi nú að styttast í það. En Unndís Ýr fékk tár í augun þegar ég sagði henni frá því að þær hefðu hitt mig. Saknar þeirra enn mikið. Núna er hún og Ingunn að fá að gista saman í fyrsta sinn og verður gaman að sjá hvernig það gengur, þær eru mjög góðar saman og eru nánast samtvinnaðar alla daga búa í sömu götu og eiga afmæli með tveggja daga millibili. Biðjum að heilsa í bili, eigið góðar stundirSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ mædgur, bara ad kvitta fyrir mig. Kvedja til ykkar allra.

maja danaveldi (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
Er eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, nemi, stuðningsforeldri og húsmóðir eins og er. Síðan er aðallega fyrir minn þankagang
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 486

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband