9.10.2008 | 14:46
Syngjum saman
Þessi texti gæti ekki átt betur við
Lagið við texta er Söknuður með Vilhjálmi Vilhjálmssyni
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
Og heldur blankur, því er ver
Ef væri aur hjá mér, væri glaður
Betur settur en ég er
VIÐLAG
Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt
Ég harma það en samt ég verð að segja
að lánið fellur allt of fljótt
Við gátum spreðað, gengið um
Gleymt okkur í búðunum.
Engin svör eru við stjórnarráð
Gengið saman hönd í hönd
Saman flogið niður á strönd
Fundið stað, sameinað beggja lán.
Horfið er nú hlutabréf og lánsfé
í veski mínu hefur eymdin völd
Í dag ræður bara sultarólinn
Nú einn ég sit um skuldavönd
VIÐLAG
Ég horfi yfir bankann minn
Hugsi hvort hann hleypi mér inn
Ég alltaf gat treyst á þig
í að fjármagna mig
Ég reyndar skulda allstaðar
Þá napurt ER, það næðir hér
Og nýstir mig.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.