Einn gamall og góður

Nonni litli var aðeins farinn að velta fyrir sér lífinu og tilverunni og
einn daginn fór hann til pabba síns og spurði hann: "Hvað eru stjórnmál?"
Pabbi hans svaraði: "Jú sjáðu til, það er kannski best að ég útskýri það á
þennan hátt: Ég vinn fyrir fjölskyldunni og þess vegna skulum við kalla
mig Auðmagnið. Mamma þín stýrir heimilinu og ræður útgjöldunum og þess
vegna skulum við kalla hana Stjórnvöld. Við erum til þess að sinna þörfum
þínum svo við skulum kalla þig Fólkið. Við getum síðan haldið áfram og
kallað barnfóstruna Öreiga. Litla bróður þinn skulum við kalla Framtíðina.
Farðu nú og veltu þessu fyrir þér og athugaðu hvort þetta kemur ekki heim
og saman. Þannig að Nonni litli fór í háttinn og hugsaði stöðugt um það
sem pabbi hans sagði honum.
Um nóttina vaknar hann upp við grátinn í bróður sínum, þegar hann kemur
inn í herbergi hans finnur hann fljótt að bleian hans er blaut og mikil
fýla af henni. Hann fer inn í svefnherbergi foreldra sinna og finnur mömmu
sína sofandi. Þá fer hann að herbergi barnfóstrunnar og finnur að hurðin
er læst. Hann kíkir inn um skráargatið og sér föður sinn í rúminu með
barnfóstrunni.
Að lokum gafst Nonni litli upp og fór aftur í herbergi sitt og sofnaði.
Næsta morgun segir hann við föður sinn. "Pabbi, ég held núna að ég skilji
hvað stjórnmál ganga út á." Gott segir faðirinn, segðu okkur frá því. Þá
sagði Nonni litli: " Jú sjáðu til, á meðan Auðmagnið riðlast á Öreigunum
er Ríkisstjórnin steinsofandi. Fólkið er hundsað og Framtíðin er í djúpum
skít...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
Er eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, nemi, stuðningsforeldri og húsmóðir eins og er. Síðan er aðallega fyrir minn þankagang
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 449

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband