Ánægðar mæðgur

Jæja helgin búin, farið á djammið 2 daga í röð langt síðan það hefur skeð. Á sunnudeginum var veisla líka og það tvær fyrst var afmæli hjá honum bróður mínum en hann er 45 ára, orðin miðaldra. Svo fórum við Elín í matarboð til Möggu og var það nú ekki af verri endanum, þaðan kemur maður veltandi út. Fórum á jólahlaðborð upp í Hveradali á föstudaginn og var það mjög flott, góður matur og bjórinn ekki síðri. Á laugardaginn fórum við systur í partý til Laugu og var þar helmingurinn af gamla klúbbnum mínum. Lauga að sjálfsögðu með þennan fína mat og svo rosalega fínt hjá henni, svo leit hún svo vel út held hún hafi yngst um 20 ár konan. En það var mikið fjör hlustað á gömlu góðu lögin sem spiluð voru í Hnífsdal í gamla daga ehm fyrir nokkru síðan. Svo er ég búin með öll verkefni nema eitt lítið. Er búin að fá flottar einkunnir, á eftir að fá úr örfáum. Ég fékk 9 Grin fyrir ritgerðina hélt ég fengi bara 5 en aldeilis ekki.Unndís Ýr alsæl að mamman skuli loksins komin í jólafrí svo við byrjuðum strax þegar hún kom úr skólanum og gerðum aðventukrans og gerðum pottaskreytingu fyrir Lilju í næsta húsi. Við stefnum á að fara vestur 18 des því hún Kristjana tengdadóttir er að útskrifast sem stúdent og viljum við alls ekki missa af þeim viðburði, vonandi verður ekki vitlaust veður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo tú mannst alveg eftir tví hvernig madur djammar??? Kvedja til ykkar allra.

maja (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 05:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
Er eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, nemi, stuðningsforeldri og húsmóðir eins og er. Síðan er aðallega fyrir minn þankagang
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 450

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband