27.9.2008 | 16:34
Hlökkum til
Hjá okkur á Tjaldhólunum gengur vel Unndís Ýr á fullu í æfingum og í skólanum. Svo var henni boðið með vinkonu sinni á vinaæfingu í fótbolta og vill fá að prófa það líka. Hún er orðin mjög góð á blokkflautuna æfir á hverjum degi, en hún er einu sinni í viku í tónlistarskólanum. Við erum að koma á Ísafjörð í endaðan október en þá er vetrarfrí hjá Dísinni og er henni farið að hlakka mikið til að hitta vinkonurnar, veit að hún og Lára Sigrún voru að plotta eitthvað saman í símanum um hvað ætti að gera þegar þær hittast.
Loksins er nýja verksmiðjan komin í gagnið, förum kannski að sjá Unnstein meira. Hún var opnuð með glæsibrag í gær og svo var öllum starfsmönnum + mökum boðið í mat upp í Hellisheiðavirkjun og var það ekkert smá góður matur enda var kokkalandsliðið að elda. Það var þríréttað og var svo sem ekkert mikið á diskunum en vel skreytt og gott. Það sátu Ameríkanar með okkur til borðs þeir kölluðu þetta nú bara 3 x forrétt ég var nú sammála þeim hefði getað borðað miklu meira, en er fegin að maturinn var ekki meiri því annað hvort eru skáparnir á þessu heimili þannig gerðir að þeir minnki fötin eða þeir sem í þeim ganga hafi stækkað og er ég hrædd um að það síðara sé rétt. Nú er bara að taka sig á og var byrjað með stæl í morgun meðan Unndís var í ballett í 1 klst hljóp ég á brettinu og er ætlunin að gera það lágmark 5x í viku. Hafið það gott allir sem einn og hlakka ég mikið til að sjá ykkur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 08:59
Brjálað veður en logn í HNÍFSDAL
Hér var brjálað veður í gærkvöldi, annað eins úrhelli hef ég bara aldrei séð. Hljóp yfir til Lilju sem býr við hliðina sirka 10 skref og urðum við mæðgur hundvotar. Skilst að svona hafi þetta verið um allt land nema í Hnífsdal Það var gott að búa í Hnífsdal bjó þar í 32 ár og er ég ánægð að það sé steinhætt að rigna og hvað þá að komi rok. Svo sagði mér kona þaðan að þar væri alltaf logn og blíða, sólin færi ekki fyrr en 10 á kvöldin og líklega komin upp kl 7 að morgni. Þannig að nú hljóta Ísfirðingar að hópast á strendurnar í Hnífsdal. Já það verður sko mitt fyrsta verk að fara í Hnífsdal þegar ég kem vestur, viss um að ég fæ smá sólbaðsfíling á sólpallinum hjá ónefndri konu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2008 | 23:45
Cirkus
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2008 | 17:59
Allt komið í gang hér
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2008 | 18:26
Skólinn byrjaður
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.8.2008 | 13:05
Gengur vel
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2008 | 12:19
Komin heim
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.8.2008 | 15:55
Fúlar við flugfélagið
Já núna erum við fúl brottför kl 7 að morgni þegur við bókum ferð vera komin á áfangastað kl 12 á hádegi en Iceland Express sendir sms í dag brottför seinkað verður kl 12 á hd og komin út kl 17 missum alveg hálfan dag. Ég bara spyr hvernig geta þeir leyft sér þetta???? Mér finnst þegar svona er eiga þeir að hringja í fólk og bjóða endurgreiðslu, en nóg um þetta.
Jóhanna Ó og fjölskylda komu í heimsókn, Unndís ýr var ekki heima þegar þau komu hún fór með Jóni og Kristjönu að skoða Gullfoss og Geysi og fannst það virkilega spennandi enda er henni umhugað um nátturuna, ef ég ætti að setja hana í stjórnmálaflokk væri hún vinstri græn eða í flokki með Ómari Ragnarsyni (skil þetta ekki) En nóg í bili vona að það verði ekki meiri seinkun hjá okkur á fluginu. Verðum dugleg að taka myndir úti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2008 | 21:17
Skemmtilegur dagur
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2008 | 00:02
Spánn eða ????
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar