5.11.2008 | 08:37
Brotnar rúður í dalnum
Var að lesa grein um Hnífsdal þar hefðu brotnað rúður í óveðri, það kom mér mjög á óvart, svo fylgdi mynd af Ísafirði með fréttinni. SIGRÍÐUR MÍN ! ÞAÐ GENGUR EKKI.
Það er annars allt gott héðan, Unndís Ýr búin að vera með leiðindahósta en er að lagast. Svo er að bætast við nýr heimilisvinur en það er lítil kanína og eru þær stöllur Unndís og Ingunn búnar að smíða og mála búr fyrir hana. Unndís Ýr var að sýna ballett á laugadaginn var og tókst það mjög vel tókum fullt af myndum skelli þeim inn um helgina. Jón Þór ætlar að koma og vera með okkur um helgina og verður það nú bara gaman. Mamma var hér á síðstu helgi og leyst þeirri gömlu mjög vel á slotið hjá okkur.Nóg að gera á þessum bæ.
Bið að heilsa vestur og þá sérstaklega ykkur Hvestukonur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.11.2008 | 14:19
Er þetta satt
Yfirmaður áhættustýringar Kaupþings tapaði 2 milljörðum mest tekið á láni og allar skuldir hreinsaðar hjá honum og fleiri hundruð aðra bankastarfsmenn sem tóku lán frá 10-1000 milljónir til að kaupa hlutabréf, sumir fengu sér cruiser 100 jeppa, fjármögnuðu heimsreisur og lúxus heimili. Allar skuldir hreinsaðar upp svo þeir geti hafið störf í nýju ríkisbönkunum okkar. Rökin sem FME og ráðamenn færa fyrir þessu er að það sé ómögulegt að manna yfirmannastöður í nýju bönkunum nema þetta sé gert, því lögum samkvæmt mega gjaldþrota einstaklingar ekki starfa fyrir banka. En það er til nóg af vel menntuðu heiðarlegu fólki, af hverju má ekki ráða það í staðinn fyrir þetta lið sem greinilega er ekki heiðarlegt
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.10.2008 | 15:13
Nýr kreppusöngur
Fékk þennan texta sendan njótið vel
Gæinn sem geymir aurinn minn
Ég finn það gegnum netið
að ég kemst ekki inn
á bankareikninginn,
en ég veit að það er gæi
sem geymir aurinn minn,
sem gætir alls míns fjár,
og er svo fjandi klár,
kann fjármál upp á hár,
býður hæstu vextina,
og jólagjöf hvert ár.
Ég veit hann axlar ábyrgð,
en vælir ekki neitt,
fær þess vegna vel greitt,
hendur hans svo hvítþvegnar
og hárið aftursleikt.
Þó segi í blöðunum
frá bankagjaldþrotum
hann fullvissar mig um:
Það er engin áhætta
í markaðssjóðunum.
Ég veit að þessi gæi
er vel að sér og vís;
í skattaparadís
á hann eflaust fúlgur fjár,
ef hann kemst á hálan ís.
Því oftast er það sá,
sem minnstan pening á,
sem skuldin endar hjá.
Fáir slökkva eldana,
sem fyrstir kveikja þá.
Fin.
Október 2008.
Fyrir þá sem ekki kvekja á laginu við þennann texta þá er það "Konan sem kyndir ofninn minn" - eftir Davíð Stefánsson
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008 | 08:50
Tökum verðtrygginguna
Ég er búin að hugsa mikið um hvað er hægt að gera í þessari kreppu og það sem maður heyrir núna er að unga fólkið ræður ekki við afborganir af lánum og að það vex svo hratt að íbúðir þeirra eru veðsettar uppfyrir raunverð. Eigum við að bíða eftir að þau fari til útlanda. Halló byggjum við ekki landið á unga fólkinu er það ekki fólkið sem tekur við. Við verðum að taka verðtrygginguna strax og ef stjórnin gerir það, þá held ég að hún kæmi betur út í könnunum. Svo væri ég mjög hrifin af því að skipta út formanni í Sjálfstæðisflokknum og setja Þorgerði Katrínu í fomannsstólinn. Hún yrði kröftugur foringi sem engin gæti stjórnað eins og strengjabrúðu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.10.2008 | 08:27
Snjór á Selfossi
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2008 | 20:45
Hver á útvarp sögu ????
Er von að maður spyrji. Ingvi Hrafn var að taka viðtal við Jón Ásgeir og satt að segja beið ég eftir að hann bæði nú GREYJIÐ Jón Ásgeir að bjarga nú Íslandi. Greinilegt hver réði þessu viðtali það vantaði bara manninn í röndótta grímubúningnum þá hefði þetta verið fullkomið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2008 | 13:45
Mamma hvað er kreppa
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 16:42
Orð að sönnu
Held að það sé betra hjá okkur að hugsa svona á þessum krepputímum, því hvað er verðmætara en vináttan.
Gulli og perlum að safna sér,
sumir endalaust reyna,
vita ekki að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
Höf: er Hjálmar Freysteinsson læknir og hagyrðingur á Akureyri
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 14:46
Syngjum saman
Þessi texti gæti ekki átt betur við
Lagið við texta er Söknuður með Vilhjálmi Vilhjálmssyni
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
Og heldur blankur, því er ver
Ef væri aur hjá mér, væri glaður
Betur settur en ég er
VIÐLAG
Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt
Ég harma það en samt ég verð að segja
að lánið fellur allt of fljótt
Við gátum spreðað, gengið um
Gleymt okkur í búðunum.
Engin svör eru við stjórnarráð
Gengið saman hönd í hönd
Saman flogið niður á strönd
Fundið stað, sameinað beggja lán.
Horfið er nú hlutabréf og lánsfé
í veski mínu hefur eymdin völd
Í dag ræður bara sultarólinn
Nú einn ég sit um skuldavönd
VIÐLAG
Ég horfi yfir bankann minn
Hugsi hvort hann hleypi mér inn
Ég alltaf gat treyst á þig
í að fjármagna mig
Ég reyndar skulda allstaðar
Þá napurt ER, það næðir hér
Og nýstir mig.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2008 | 22:16
Gaman
Unndís Ýr hefur haft í nógu að snúast, er reyndar búin að vera meira og minna í pössun síðustu 3 daga því það var lota hjá mér í skólanum og ákvað ég að gista hjá Örnu og co. Hún sagði við mig þegar ég sagði henni að ég ætlaði að gista í Reykjavík mamma hvernig getur þú farið frá barninu þínu ? Mín greinilega góðu vön mamman alltaf heima og henni finnst að hún eigi að vera það. Það var nú samt mjög gaman hjá henni fyrst í pössun hjá vinkonu sinni og svo í morgun fór hún til Laufeyjar og Ásgerðar Jing og þar var heilmikið gert, fyrst farið í ballett svo að safna fyrir Rauða krossinn en það var göngum til góðs dagurinn og gekk þeim vel þrátt fyrir alla kreppu. Í Reykjavík hitti ég vinkonur hennar frá Ísafirði þær Ínu Guðrúnu Og Jóhönnu Ósk sem spurðu strax hvenær kemur Unndís á Ísafjörð og urðu þær glaðar að heyra að það færi nú að styttast í það. En Unndís Ýr fékk tár í augun þegar ég sagði henni frá því að þær hefðu hitt mig. Saknar þeirra enn mikið. Núna er hún og Ingunn að fá að gista saman í fyrsta sinn og verður gaman að sjá hvernig það gengur, þær eru mjög góðar saman og eru nánast samtvinnaðar alla daga búa í sömu götu og eiga afmæli með tveggja daga millibili. Biðjum að heilsa í bili, eigið góðar stundir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar