Færsluflokkur: Dægurmál

Fimleikasýning

Það var sýning hjá öllum sem æfa fimleika á Selfossi í gær og var sett upp Latabæjarþema, vá hvað það var mikið lagt upp úr þessu hjá þeim. Unndís Ýr var í hóp sem nefnist Maggi mjói, en hver hópur var með hlutverk og erum við foreldrar ánægð með hvað hún hefur náð góðum árangri á stuttum tíma. Það er mikill metnaður hjá fimleikadeildinni,  góðir þjálfarar eða svo ég noti orð dóttur minnar ofsastrangir en skemmtilegir. Set inn myndir á eftir. Eftir sýningu var farið á útijólaskemmtun þar sem jólasveinar ásamt fylgdarliði voru að skemmta síðan var gengið kringum jólatré. Í dag ætlum við á Eyrarbakka en þar er jólasýning fyrir börn. Arey Rakel og Darri eru hjá okkur þessa helgi þar sem mamma þeirra er á kafi í prófum, en þau eru bara sátt finnst gaman hér á Selfossi og okkur að hafa þau.  

Nýjar myndir í albúmi

Hér er búið að baka alveg helling og búið að borða líka helling. Svo er ég búin að fá einkunnir og er mjög sátt ekkert undir 9 gæti ekki verið mikið betra. Unndís Ýr voðaspennt núna að fara í skólann, hún hittir unglingavinkonuna á morgun og finnst hún æðisleg. Það eiga öll börn í 1 til 5 bekk sinn unglingavin og er hún heppin hvað hún fékk skemmtilega stelpu sem vin. Annars allt gott héðan nema snjórinnCrying stoppaði stutt allt orðið autt svo það verða ekki fleiri göngur á skíðum í bráð.

Sólin er eins og Davíð Oddson hverfur aldrei

Okkur mæðgum fannst það skrítið þegar við vorum að setja upp jólaseríur að sólin skein sem skærast á meðan, svo hún blindaði okkur. Það er desember og sólin skín að vísu frá hádegi og fram að ca kl. 16. Þessu erum við óvön að vestan og er þetta bæði gaman og pirrandi í senn því að keyra með sólina svona lága er hræðilegt. Var að grínast með það við Möggu vinkonu mína að sólin væri eins og Davíð bölvar  henni á þessum árstíma líkt og allir bölva Davíð en hvorugt víkur. Já það mætti halda að við byggjum í Hnífsdal svo gott veður er búið að vera.  Vona að veðrið verði svipað þegar við förum vestur. Hér er búið að baka fullt af kökum og ætlum við að gera piparkökurnar í dag ásamt vinkonu Unndísar og svo ætlar Ásgerður að koma til liðs við okkur líka.


Ánægðar mæðgur

Jæja helgin búin, farið á djammið 2 daga í röð langt síðan það hefur skeð. Á sunnudeginum var veisla líka og það tvær fyrst var afmæli hjá honum bróður mínum en hann er 45 ára, orðin miðaldra. Svo fórum við Elín í matarboð til Möggu og var það nú ekki af verri endanum, þaðan kemur maður veltandi út. Fórum á jólahlaðborð upp í Hveradali á föstudaginn og var það mjög flott, góður matur og bjórinn ekki síðri. Á laugardaginn fórum við systur í partý til Laugu og var þar helmingurinn af gamla klúbbnum mínum. Lauga að sjálfsögðu með þennan fína mat og svo rosalega fínt hjá henni, svo leit hún svo vel út held hún hafi yngst um 20 ár konan. En það var mikið fjör hlustað á gömlu góðu lögin sem spiluð voru í Hnífsdal í gamla daga ehm fyrir nokkru síðan. Svo er ég búin með öll verkefni nema eitt lítið. Er búin að fá flottar einkunnir, á eftir að fá úr örfáum. Ég fékk 9 Grin fyrir ritgerðina hélt ég fengi bara 5 en aldeilis ekki.Unndís Ýr alsæl að mamman skuli loksins komin í jólafrí svo við byrjuðum strax þegar hún kom úr skólanum og gerðum aðventukrans og gerðum pottaskreytingu fyrir Lilju í næsta húsi. Við stefnum á að fara vestur 18 des því hún Kristjana tengdadóttir er að útskrifast sem stúdent og viljum við alls ekki missa af þeim viðburði, vonandi verður ekki vitlaust veður.

Darri Þór ömmustrákur 3ja ára í dag

Þessi skemmtilegi ömmustrákur hann Darri Þór er orðinn 3ja ára og erum við fjölsk á leið í afmæli til hans. En hér er komin nýr heimilismeðlimur sem heitir Bjalla og er kanína. Það var byggt þetta flotta búr sem síðan var málað bleikt og Unndís mjög dugleg að hugsa um hana, keyrir henni um í dúkkuvagni og lætur bjalla það sér vel líka, enda er hún ungi sem við fengum úr Slakka sem sagt barnvæn. Unndís Ýr er enn með þennan þráláta hósta og fór ég með hana aftur til læknis og fékk hún asmalyf. Læknirinn vill meina að hún fái asmaeinkenni þegar kalt loft er.

Þessa dagana er ekkert gert nema að læra því vinkona mín er að koma að utan á miðvd og stefni ég á að vera búin með öll verkefni, ritgerð og glærur þegar hún kemur. Nóg í bili eigið góðar stundir.


Reglur lýðræðis

En á ekki lýðræðið að vera akkúrat svona

  1.  Þróað efnhagskerfi
  2. Takmörkun á valdi stjórnvalda
  3. Djúpstæður klofningur sé ekki til staðar í þjóðfélaginu
  4. Umburðarlyndi til staðar í ágreinismálum
  5. Frjáls aðgangur fólks að upplýsingum
  6. Fjölmiðlar virkir og gagnrýnir
  7. Valddreifing um allt þjóðfélagið
 

Svo er sagt að ef þessar forsendur bresta þá sé yfirleitt stutt í spillingu og valdníðslu stjórnvalda.


Einn gamall og góður

Nonni litli var aðeins farinn að velta fyrir sér lífinu og tilverunni og
einn daginn fór hann til pabba síns og spurði hann: "Hvað eru stjórnmál?"
Pabbi hans svaraði: "Jú sjáðu til, það er kannski best að ég útskýri það á
þennan hátt: Ég vinn fyrir fjölskyldunni og þess vegna skulum við kalla
mig Auðmagnið. Mamma þín stýrir heimilinu og ræður útgjöldunum og þess
vegna skulum við kalla hana Stjórnvöld. Við erum til þess að sinna þörfum
þínum svo við skulum kalla þig Fólkið. Við getum síðan haldið áfram og
kallað barnfóstruna Öreiga. Litla bróður þinn skulum við kalla Framtíðina.
Farðu nú og veltu þessu fyrir þér og athugaðu hvort þetta kemur ekki heim
og saman. Þannig að Nonni litli fór í háttinn og hugsaði stöðugt um það
sem pabbi hans sagði honum.
Um nóttina vaknar hann upp við grátinn í bróður sínum, þegar hann kemur
inn í herbergi hans finnur hann fljótt að bleian hans er blaut og mikil
fýla af henni. Hann fer inn í svefnherbergi foreldra sinna og finnur mömmu
sína sofandi. Þá fer hann að herbergi barnfóstrunnar og finnur að hurðin
er læst. Hann kíkir inn um skráargatið og sér föður sinn í rúminu með
barnfóstrunni.
Að lokum gafst Nonni litli upp og fór aftur í herbergi sitt og sofnaði.
Næsta morgun segir hann við föður sinn. "Pabbi, ég held núna að ég skilji
hvað stjórnmál ganga út á." Gott segir faðirinn, segðu okkur frá því. Þá
sagði Nonni litli: " Jú sjáðu til, á meðan Auðmagnið riðlast á Öreigunum
er Ríkisstjórnin steinsofandi. Fólkið er hundsað og Framtíðin er í djúpum
skít...

 


Er Bjarni maður dagsins

Mér finnst Bjarni Harðarson maður dagsins, hann sagði af sér, og sýnir gott fordæmi. Hvað með Valgerði Sverrisdóttur sem ber ábyrgð ásamt fleirum hvernig  komið er fyrir okkur í dag. Hún gaf  þessum útrásarvitleysingum lausann tauminn, til að ráðgast með fé almennings.

 

Bandaríkjamaður sagði við Íslending we have George Bush, Stevie Wonder, Bob Hope and johnny Cash.

Þá svaraði Íslendingurinn We have Geir Haarde, no Wonder, no Hope and no Cash 


Hláturinn lengi lifir

Davíð Oddsson og Geir Haarde sitja saman í flugvél.
Þá segir Davíð:
„Ef ég myndi henda ´10 þúsund kalli út um gluggann, þá myndi ég gera eina
persónu glaða“.
Geir svarar og segir: „Ef ég myndi henda útrásraliðinu Banditút um gluggann,
þá myndi ég gera allar persónur glaðar í dag“.
Flugstjórinn Policehlustar eftir þeirra tali og segir við þá:
„Ef ég myndi henda ykkur báðum úr vélinni, þá myndi ég gleðja allt Bretland


Sumir eru meira utan við sig en aðrir

Fann þessa flottu frétt á mbl.is

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú sérstætt peningafölsunarmál. Maður kom inn í matvöruverslun á mánudag og greiddi fyrir vörur með tíu þúsund króna seðli en á seðlinum var mynd af Davíð Oddssyni, seðlabankastjóra.

Afgreiðslufólk verslunarinnar var ekki betur vakandi en svo að það gaf manninum til baka, tæpar sjö þúsund krónur. Lögregla hefur nú fengið seðilinn í hendur ásamt upptöku úr öryggismyndavél verslunarinnar. Leiðin að falsaranum ætti því að vera greið.

Skyldi Jón Ásgeir vera komin með prentsmiðju ??? 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðrún Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
Er eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, nemi, stuðningsforeldri og húsmóðir eins og er. Síðan er aðallega fyrir minn þankagang
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband